Rannsóknarlögregla ríkisins

Mánudaginn 06. nóvember 1995, kl. 15:09:02 (700)

1995-11-06 15:09:02# 120. lþ. 27.1 fundur 61#B Rannsóknarlögregla ríkisins# (óundirbúin fsp.), VÁ
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur


[15:09]

Vilhjálmur Ingi Árnason:

Herra forseti. Ég beini máli mínu til hæstv. dómsmrh. Fram hefur komið hjá lögfræðingi samtaka iðnaðarins að bústjórar telji litla þýðingu hafa að kæra meint brot í rekstri fyrirtækja til Rannsóknarlögreglu ríkisins því vegna fjárskorts sé Rannsóknarlögreglunni ekki kleift að ráða til sín nógu margt hæft starfsfólk og geti því ekki gegnt lögbundnu hlutverki sínu. Ætlar hæstv. ráðherra að beita sér fyrir því að úr því verði bætt?