Tjón á dreifingarkerfi rafmagnsveitnanna

Mánudaginn 06. nóvember 1995, kl. 15:13:02 (704)

1995-11-06 15:13:02# 120. lþ. 27.1 fundur 62#B tjón á dreifingarkerfi rafmagnsveitnanna# (óundirbúin fsp.), GE
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur


[15:13]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Ég beini fyrirspurn minni til hæstv. iðnrh. Í ofviðrinu sem gekk yfir landið fyrir tæpum hálfum mánuði varð gífurlegt tjón á raflínum sem metið er á um 400 millj. Undirritaður ásamt þingmönnum úr öllum flokkum, sem voru á 118. þingi, fluttu tillögu um sérstakt átak til að leggja dreifilínur í jörð. Ég held að m.a. vegna þessarar tillögu hafi verið gerður samningur um að Rarik skyldi verja 100 millj. til aðgerða í þessa veru og inn voru felldar kröfur um arðgreiðslur af hálfu ríkisins til Rariks. Við féllumst á að frekari afgreiðsla tillögunnar væri óþörf að svo komnu máli. En mér sýnist að málum geti verið komið þannig að það sé ástæða til að hreyfa þessu að nýju. Því ber ég fram eftirfarandi spurningar til hæstv. ráðherra:

1. Hversu mikið tjón hefur orðið af völdum veðurs á raflínum eða dreifilínum á landinu sl. þrjú ár?

2. Hversu miklum fjármunum hefur verið varið til að koma dreifilínum í jörð á verstu veðurfarssvæðunum?

3. Hyggst ráðherra beita sér fyrir sérstöku átaki til viðbótar þessum árlegu 100 millj. kr. til bóta á dreifikerfinu?