Bjargráðasjóður

Þriðjudaginn 07. nóvember 1995, kl. 14:57:17 (761)

1995-11-07 14:57:17# 120. lþ. 29.12 fundur 125. mál: #A Bjargráðasjóður# (heildarlög) frv., GL
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur


[14:57]

Guðmundur Lárusson:

Herra forseti. Þetta mál á sér nokkuð langan aðdraganda. Á sínum tíma gekkst Stéttarsamband bænda fyrir því að gert yrði útboð á öllum tryggingamálum varðandi landbúnaðinn. Út úr þeim útboðum kom ekki nein endanleg lausn og þess vegna beindu menn sjónum sínum að Bjargráðasjóði sem hugsanlegum möguleika sem tryggingavernd fyrir landbúnaðinn. Með þeim breytingum á Bjargráðasjóði, sem um getur í frv., sýnist mér að á flestan hátt sé komið til móts við þær óskir bænda sem voru settar fram, þ.e. að bændur sjálfir gætu ráðstafað þessum fjármunum, sett um þá ákveðnar reglur og að sjóðnum yrði deildaskipt milli búgreina þannig að ekki yrði um fjárstreymi milli einstakra búgreina að ræða nema lítils háttar. Í heildina tekið sýnist mér að þetta frv. sé nokkuð til úrbóta í tryggingamálum landbúnaðarins.