Þjónusta og kynning Egilsstaðaflugvallar

Miðvikudaginn 08. nóvember 1995, kl. 14:23:56 (816)

1995-11-08 14:23:56# 120. lþ. 30.5 fundur 121. mál: #A þjónusta og kynning Egilsstaðaflugvallar# fsp. (til munnl.) frá samgrh., ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur


[14:23]

Þuríður Backman:

Virðulegi forseti. Í svari samgrh. kom fram að helsti þröskuldurinn við að koma Egilsstaðaflugvelli í gagnið sem varaflugvelli í millilandaflugi er sá að það vantar auknar birgðir af flugvélaeldsneyti. En það þarf meira til. Það þarf að ljúka við flugvallarbygginguna og koma henni sem allra fyrst í gagnið og eins að koma á veðurathugunum við flugvöllinn. Flugvöllurinn sjálfur er stórt og mikið mannvirki og það er því dýrt að láta hann standa án þess að fullnýta hann sem varaflugvöll í millilandaflugi. Því hvet ég hæstv. samgrh. til að líta á alla þá þætti sem þurfa að vera til staðar til þess að koma vellinum í gagnið sem allra fyrst sem varaflugvelli í millilandaflugi.