Þjónusta og kynning Egilsstaðaflugvallar

Miðvikudaginn 08. nóvember 1995, kl. 14:26:50 (818)

1995-11-08 14:26:50# 120. lþ. 30.5 fundur 121. mál: #A þjónusta og kynning Egilsstaðaflugvallar# fsp. (til munnl.) frá samgrh., samgrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur


[14:26]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Það er sjálfsagt að athuga hvernig rétt sé að standa að því að reyna að bæta úr þeim vandamálum sem upp hafa komið í sambandi við bensínafgreiðsluna. En varðandi það hvort aðstaða sé til þess að völlurin nýtist að öðru leyti sem varaflugvöllur, þá hygg ég að svo sé. Akureyrarflugvöllur hefur lengi nýst sem varaflugvöllur og aðstaðan í þeirri flugstöð sem þar er er engan veginn verri heldur en aðstaðan í hinni nýju flugstöð á Egilsstöðum. Ég hygg því að engin vandkvæði séu að taka á móti flugvélum af þeim sökum.