Græn ferðamennska

Fimmtudaginn 09. nóvember 1995, kl. 11:42:16 (830)

1995-11-09 11:42:16# 120. lþ. 32.1 fundur 66. mál: #A græn ferðamennska# þál. 66, Flm. ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur


[11:42]

Flm. (Ásta R. Jóhannesdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst óþarfi hjá hæstv. ráðherra að vera viðskotaillur yfir því þó að menn séu að ræða þessa vistvænu ferðamennsku og enginn hefur haldið því fram að hér væri verið að taka upp eitthvað algerlega nýtt. Við vitum vel að unnið hefur verið að stefnumótun í ferðamennsku en það er ákaflega langt síðan. Löggjöfin er um 20 ára gömul og það hefur komið fram í máli mínu að ég fagnaði því að ráðherrann skyldi nú á haustdögum setja í gang þessa stefnumótunarvinnu. Það er ánægjuefni og óþarfi að vera með nokkra illsku yfir því og ég fagna því að ráðherrann skuli taka vel í að setja vistvæna ferðamennsku inn í þá vinnu.