Ríkisreikningur 1993

Fimmtudaginn 16. nóvember 1995, kl. 11:16:11 (880)

1995-11-16 11:16:11# 120. lþ. 33.5 fundur 128. mál: #A ríkisreikningur 1993# frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur


[11:16]

Svavar Gestsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg rétt hjá hv. þm. Jóni Baldvini Hannibalssyni að meiri hluti Alþingis hefur ekki haldið fjmrh. við efnið. Það er hins vegar ástæða þess að ég tek málið upp í þessari umræðu að Alþingi horfist í augu við þennan veruleika og afgreiði ekki frv. um staðfestingu á ríkisreikningi fram hjá sér eins og eitthvert færibandaplagg. Auðvitað er alveg rétt hjá hv. þm. að Alþingi getur litlu breytt út af fyrir sig úr því sem komið er varðandi uppsetningu ríkisreikningsins. Hins vegar er nauðsynlegt fyrir fjárln. og Alþingi að gera sér ljóst að á árinu 1993 fengu ráðherrar milljarða til að dreifa á stofnanir eftir ákvörðun sinni án þess að Alþingi kæmi þar nokkurn tíma nærri. Það sem ég var að reyna að segja, hæstv. forseti, var ekki síst að Alþingi á ekki að láta bjóða sér slíkar trakteringar. Ég skora á hv. fjárln. að fara þess vegna í einstökum atriðum yfir ríkisreikninginn fyrir árið 1993.