Ríkisreikningur 1994

Fimmtudaginn 16. nóvember 1995, kl. 12:03:28 (894)

1995-11-16 12:03:28# 120. lþ. 33.6 fundur 129. mál: #A ríkisreikningur 1994# frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur


[12:03]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þetta er mjög góð og þörf umræða. Ég held að menn ættu að stefna enn lengra. Menn eiga að stefna að því að ná halla ríkissjóðs niður í núll og jafnvel skila honum með afgangi og við eigum að gera enn meira. Við eigum að ná niður erlendu skuldunum sem eru allt annar handleggur. Ég vil að erlendar skuldir Íslendinga séu komnar í núll árið 2010.