Ríkisreikningur 1994

Fimmtudaginn 16. nóvember 1995, kl. 12:11:54 (896)

1995-11-16 12:11:54# 120. lþ. 33.6 fundur 129. mál: #A ríkisreikningur 1994# frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur


[12:11]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. sagði að það mundi breyta stöðu fyrirtækja að taka af þeim lífeyrisskuldbindingar. Að sjálfsögðu breytir það stöðu fyrirtækja ekki neitt. Skuldbindingarnar eru til staðar, þær hafa bara ekki verið færðar þannig að það breytir engu fyrir stöðu fyrirtækjanna að færa skuldbindingarnar. Það er einungis verið að sýna það sem er raunverulega til staðar.