Bifreiðagjald

Fimmtudaginn 16. nóvember 1995, kl. 13:57:10 (912)

1995-11-16 13:57:10# 120. lþ. 33.10 fundur 137. mál: #A bifreiðagjald# (upphæð gjalds og ákvörðun þess) frv., RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur


[13:57]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þessi svör. Ég geri mér grein fyrir því að ég er að fara örlítið til hliðar við þingmálið sem slíkt. En það er nú svo að þingmálið fjallar um gjöld sem innt eru af höndum af neytendum og þetta mál snýst auðvitað um það hvernig neytendur eru sem best tryggðir og öruggastir í farartækjum sínum.

Ég er mjög ánægð að heyra að verið er að skoða þessi mál og ég hvet til þess að ríkisstjórnin leggi mikla áherslu á það að koma til móts við bifreiðaeigendur sem taka upp þessi öryggistæki í bíla sína, svo þýðingarmikið sem það er í forvarnastarfi vegna slysa.