Veiðileyfagjald

Föstudaginn 17. nóvember 1995, kl. 12:14:53 (975)

1995-11-17 12:14:53# 120. lþ. 34.9 fundur 30. mál: #A veiðileyfagjald# þál., Flm. ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur


[12:14]

Flm. (Ágúst Einarsson) (andsvar):

Herra forseti. Það að blanda sjálfum mér sem varaformanni Granda inn í umræðuna og fullyrða úr ræðustól á hinu háa Alþingi að það sé undirrót þessa tillögugerðar er það ómerkilegasta sem ég man eftir í stjórnmálaumræðu síðustu ára.

[12:15]

Ég lýsi hæstv. sjútvrh. ómerking í málflutningi sínum. (Forseti hringir.) Við skulum rökræða um veiðileyfagjald, skiptast á skoðunum, að vísu hafa rökin ekki verið sterk, en þá skal gera það á málefnalegan hátt en ekki blanda mér persónulega inn í það. Ég er 1. flm. að tillögu sem þrír þingflokkar hafa þegar lýst yfir stuðningi við og að halda því fram að ég sé að ganga persónulegra hagsmuna er fráleit fullyrðing. Hæstv. sjútvrh. skilur ekki þetta mál. Hann er með afturhaldssama afstöðu, íhaldssama afstöðu, en það grátlega er að hann skilur ekki réttlætið í þessum málum og ekki skynsemina. Það grátlega er að hann getur ekki einu sinni verið sanngjarn í umræðunni.