Veiðileyfagjald

Föstudaginn 17. nóvember 1995, kl. 12:26:18 (985)

1995-11-17 12:26:18# 120. lþ. 34.9 fundur 30. mál: #A veiðileyfagjald# þál., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur


[12:26]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Við erum alveg sammála í þessu efni. Það fer best á því að atvinnugreinin ráðstafi sem mestu af þeim arði sem þar verður til. Hins vegar er eðlilegt að hún borgi beinan kostnað sem hlýst af starfseminni eins og veiðieftirlitið. Núgildandi lög gera ráð fyrir því og það er lagður skattur á aflaheimildirnar til þess að standa straum af þeim kostnaði.

Hér var vitnað til Nýja-Sjálands. Þar voru menn með hugmyndir um auðlindaskatt á sínum tíma til þess að dreifa arðinum með þeim hætti að stjórnmálamenn gerðu það. Frá því var horfið og nú er sú skattlagning mjög svipuð og hér, fyrst og fremst er hún miðuð við það að standa undir beinum kostnaði opinberra aðila við eftirlit og aðra þætti sem tengjast beint rekstri sjávarútvegsins.