Veiðileyfagjald

Föstudaginn 17. nóvember 1995, kl. 13:47:43 (1004)

1995-11-17 13:47:43# 120. lþ. 34.9 fundur 30. mál: #A veiðileyfagjald# þál., Flm. ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur


[13:47]

Flm. (Ágúst Einarsson) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi ummæli hæstv. sjútvrh. áðan að flm. væru að draga í land í sínum málflutningi, þá er það fjarstæða. Það er enginn að draga neitt í land. Í lokaorðum mínum dró ég nokkuð saman það sem ég hafði sagt í upphafi og segir í greinargerðinni. Ég sagði fyrr í umræðunni að hæstv. sjútvrh. skildi ekki þetta mál, hann væri skilningslaus. Ég held að hann sé heyrnarlaus líka. Hann virðist greinilega ekkert hafa verið í umræðunni. Ég veit ekki hvort þetta síðasta innlegg hæstv. sjútvrh. var ósk um það að við byrjuðum umræðuna aftur svo að hann gæti fylgst með henni. Ég get náttúrlega flutt mína framsögu aftur og við getum allir, sem höfum flutt hér ágætar ræður, byrjað á nýjan leik. Hvað sem því líður hefur hann a.m.k. misskilið alla þá umræðu sem hér fór fram. Hér var nefnt hvernig tekjunum er varið og ég vil því lesa, með leyfi hæstv. forseta, orðrétt upp úr greinargerðinni:

,,Einnig þarf að ákveða hvernig tekjum af veiðileyfagjaldi er varið og kemur t.d. til greina að verja því til að greiða kostnað hins opinbera við sjávarútveg, svo sem hafrannsóknir o.fl.`` Þetta stendur í greinargerðinni.

Ég benti á Nýsjálendinga í minni framsögu. Satt best að segja finn ég orðið til með íslenskum sjávarútvegi að hafa hæstv. sjútvrh. sem sinn talsmann.