Samningar ríkisvaldsins um stofnframkvæmdir og viðhald heilbrigðisstofnana

Föstudaginn 17. nóvember 1995, kl. 14:43:57 (1024)

1995-11-17 14:43:57# 120. lþ. 34.10 fundur 140. mál: #A samningar ríkisvaldsins um stofnframkvæmdir og viðhald heilbrigðisstofnana# þál., Flm. GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur


[14:43]

Flm. (Guðmundur Árni Stefánsson) (andsvar):

Herra forseti. Að gefnu tilefni væri fróðlegt að hæstv. fjmrh. gerði lýðum ljóst þá samþykkt sem ríkisstjórnin gerði á vordögum 1994 og opinberaði hana. Hann gerir þá líka lýðum ljóst hvort afstaða hans þá hafi líka breyst með nýrri ríkisstjórn og hann telji það verkefni, byggingu nýs barnaspítala, óskynsamlegt á haustdögum 1995 eins og hann rekur sig í gegnum byggingaráform D-álmu.

[14:45]

Það er líka mikilvægt að koma því hér skýrt að og ég tek tekið dæmi: Hefur afstaða hæstv. fjmrh. til byggingar hjúkrunarheimilis á Höfn í Hornafirði breyst í þessa veru sömuleiðis nú þegar aðeins örlítill hluti verksins er ókláraður? Hefur aðstaða hæstv. fjmrh. með nýjan hæstv. heilbrrh. sér við hlið líka breyst varðandi byggingu Hjúkrunarheimilis á Fáskrúðsfirð? Er það sem var skynsamlegt fyrir ári óskynsamlegt í dag? Ég held að það sé alveg ljóst, virðulegi forseti, að hv. þingmenn þurfa að fá skýr svör við öllum þessum spurningum. Það er augljóst að þetta gildir ekki eingöngu um þá Suðurnesjamenn heldur virðist um afstöðubreytingu að ræða varðandi fleiri verkefni. Það sem var skynsamlegt á síðasta kjörtímabili er nú allt í einu óskynsamlegt með nýjum hæstv. heilbrrh. Það er eftirtektarvert.