Samningar ríkisvaldsins um stofnframkvæmdir og viðhald heilbrigðisstofnana

Föstudaginn 17. nóvember 1995, kl. 15:32:51 (1038)

1995-11-17 15:32:51# 120. lþ. 34.10 fundur 140. mál: #A samningar ríkisvaldsins um stofnframkvæmdir og viðhald heilbrigðisstofnana# þál., Flm. GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur


[15:32]

Flm. (Guðmundur Árni Stefánsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Örstutt að gefnu tilefni. Ég vek sérstaka athygli á því að í greinargerð með þessari tillögu á bls. 3 og neðst á bls. 2 er einmitt komið inn á þessi álitaefni sem hv. þm. Ólafur Ragnar Grímsson gerði að umtalsefni og það er sagt berum orðum að um það væri engu slegið föstu hvort þessari skipan ætti að koma á í heild og breidd. Hins vegar gerði ég mjög rækilega grein fyrir því að vegna þessara sérstöku kringumstæðna þegar hæstv. fjmrh. og hæstv. heilbrrh. hafa gefið mjög skýrt tilefni til þess að efast um vægi þeirra undirskrifta væri nauðsynlegt að Alþingi gripi inn í. Hins vegar get ég verið honum sammála um það að í heild og breidd eru bæði plúsar og mínusar með því hvort þennan hátt eigi að taka upp að öllu jöfnu.