Áfengislög

Föstudaginn 17. nóvember 1995, kl. 16:57:58 (1056)

1995-11-17 16:57:58# 120. lþ. 34.12 fundur 144. mál: #A áfengislög# (aldursmörk) frv., Flm. JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur


[16:57]

Flm. (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar):

Fyrri spurningu hv. þm. um hvaða áhrif þetta mundi hafa, hvort það muni hafa þau áhrif að auka neysluna hjá þessum hópum held ég að þetta muni fyrst og fremst hafa þau áhrif að þetta dragi úr landasölu og bruggi. Varðandi hina spurninguna aflaði ég mér upplýsinga hjá bandaríska sendiráðinu áður en ég lagði þetta frv. fram og spurði um aldursmörkin. Mér var sagt að þau væru 18 ára. Nú hefur það verið dregið í efa, m.a. af áfengisvarnaráði, þannig að ég er að láta skoða það sérstaklega. Mér er sagt að sums staðar séu aldursmörkin 21 ár og sums staðar 18 ár og það sé ekki hægt að bera saman Bandaríkin í þessu efni eins og hér á Íslandi eða hin Norðurlöndin. Bílanotkun er miklu algengari þar. Í mörgum landshlutum eru engar skipulagðar strætisvagnaferðir eða leigubílar eða annað þannig að það hefur áhrif á þetta. Það er líka tvískinnungur í þessu ef það er svo í Bandaríkjunum að 16 ára unglingar megi meðhöndla byssur og skotvopn en síðan er þeim ekki treyst fyrr en 21 árs til að umgangast áfengi. Í þessu er tvískinnungur. En mér finnst ekki hægt að bera það saman í Bandaríkjunum hvernig það er í einstökum hlutum, kannski í suðurríkjum Bandaríkjanna, við það sem er hér á landi. Þar eru allt aðrar aðstæður.