Áfengislög

Föstudaginn 17. nóvember 1995, kl. 17:10:32 (1060)

1995-11-17 17:10:32# 120. lþ. 34.12 fundur 144. mál: #A áfengislög# (aldursmörk) frv., Flm. JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur


[17:10]

Flm. (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér fannst athyglisvert að síðasti hv. ræðumaður sem andmælti þessari breytingu, skyldi ekki fara inn á önnur réttindi sem þetta unga fólk hefur fengið. Telur hann þá ekki ástæðu til að breyta ýmsum aldursviðmiðunum að því er það varðar? Treystir t.d. hv. þm. unga fólkinu til þess að setjast á Alþing 18 ára og setja lög, verða jafnvel ráðherrar? Og fjalla hér um áfengislögin ef þau væru hér til umræðu. Síðan mætti líka spyrja, af því hv. þm. er nú líka prestur, í ljósi þess að á undanförnum árum hafa skilnaðir aukist verulega. Er þá ekki rétt í samræmi við það að færa giftingaraldurinn upp í 20 ára?