Áfengislög

Föstudaginn 17. nóvember 1995, kl. 17:17:54 (1063)

1995-11-17 17:17:54# 120. lþ. 34.12 fundur 144. mál: #A áfengislög# (aldursmörk) frv., HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur


[17:17]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. síðasti ræðumaður Guðný Guðbjörnsdóttir gerði að umtalsefni þá þversögn sem fælist í því að leyfa ýmis borgaraleg réttindi við 18 ára aldur en ekki að kaupa áfengi. Þetta er erfitt að skilja, ég skil ekki hver þversögnin er. Hvað kemur þetta yfirleitt málinu við? Bandaríkjamenn hafa bundið kosningaaldur við 18 ár miklu lengur en við og finnst að þeim sé ekki gerður neinn óréttur sem eru innan við 21 árs þó þeir fái ekki að kaupa áfengi. Eru þeir þar með á móti frelsi í því landi? Eru þeir ekki einfaldlega að gera þetta til að vernda líf og limi ungs fólks, bæði þeirra sem hafa kosningarrétt og þeirra sem yngri eru?