Áfengislög

Föstudaginn 17. nóvember 1995, kl. 18:09:44 (1073)

1995-11-17 18:09:44# 120. lþ. 34.12 fundur 144. mál: #A áfengislög# (aldursmörk) frv., HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur


[18:09]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Katrín Fjeldsted flutti hér ágætt mál og kom með gamalt máltæki úr Gamla testamentinu um það að hóflega drukkið vín gleðji mannsins hjarta. Það er rétt en það stendur ekki að hóflega drukkið vín gleðji barnsins hjarta. Það er það sem við erum að mæla hér gegn (Gripið fram í.) að mörkin færist miklu neðar. Ég hef ekki áhyggjur af 18--20 ára fólki þó það bragði áfengi. Ég segi eins og hv. þm. Geir H. Haarde að ég man þá daga sjálfur. Ég er hvorki bindindismaður né postuli og því ekki bindindispostuli. Hins vegar dreg ég ekki dul á það að aldursmörk færast öll neðar sem nemur tveimur árum eins og ég reyndi að rekja hér áðan. Ég fékk engin svör hjá hv. 1. flutningsmanni, Jóhönnu Sigurðardóttur, en vænti þess að þau komi á eftir, hvort hún hafi ekki áttað sig á því að með því að færa aldurstakmörk til áfengiskaupa niður í miðjan framhaldsskólaaldurinn er miklu auðveldara fyrir 16 ára unglinginn að biðja þann sem er 18 ára að kaupa fyrir sig heldur en ef fólk fær að kaupa vín eftir að framhaldsskóla lýkur og það er komið á annað skólastig?