Móttöku- og hlustunarskilyrði útvarps og sjónvarps í Grundarfirði

Mánudaginn 20. nóvember 1995, kl. 15:14:14 (1091)

1995-11-20 15:14:14# 120. lþ. 35.1 fundur 82#B móttöku- og hlustunarskilyrði útvarps og sjónvarps í Grundarfirði# (óundirbúin fsp.), MS
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur


[15:14]

Magnús Stefánsson:

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir svörin. Ég heyri að það er í farvatninu að eitthvað gerist í þessum málum og ég vona að svo verði hið allra fyrsta því eins og ég sagði er um öryggismál að ræða og íbúar á svæðinu hafa upplifað það oft og tíðum þegar vond veður geysa að heyra hvorki í útvarpi né sjónvarpi. Ég vænti þess að úrbætur verði og þakka fyrir svörin.