Síldarsamningar við Noreg

Mánudaginn 20. nóvember 1995, kl. 16:00:02 (1108)

1995-11-20 16:00:02# 120. lþ. 36.91 fundur 91#B síldarsamningar við Noreg# (umræður utan dagskrár), GGuðbj
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur


[16:00]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með málshefjanda og láta í ljós áhyggjur vegna einhliða yfirlýsinga Norðmanna og biðja hæstv. sjútvrh. að svara því hvort hann hyggist lýsa yfir einhliða kvóta af okkar hálfu. Ég vil einnig taka undir það, sem hér hefur komið fram, að það hefur tekist mjög gott samstarf við stjórnarandstöðuna í úthafsveiðinefnd. Ég tel að það geti hugsanlega orkað tvímælis að lýsa yfir einhliða kvóta og vil því taka undir með hv. þm. Ágústi Einarssyni sem vill að úthafsveiðinefndin verði kölluð saman til að ræða þetta mál.