Sveitarstjórnarlög

Mánudaginn 20. nóvember 1995, kl. 17:17:35 (1124)

1995-11-20 17:17:35# 120. lþ. 37.1 fundur 126. mál: #A sveitarstjórnarlög# (atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaga) frv., félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur


[17:17]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Út af fyrir sig finnst mér tillagan vera óþörf. Ég hef enga ástæðu til þess að tortryggja að sveitarstjórn mundi fara út í sameiningu nema hún væri viss um að hafa meiri hluta íbúa á bak við sig. En ef tillagan gæti orðið til sátta vil ég ekki setja mig á móti henni.