Tæknifrjóvgun

Þriðjudaginn 21. nóvember 1995, kl. 15:33:47 (1137)

1995-11-21 15:33:47# 120. lþ. 38.2 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur


[15:33]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Vissulega má líta svo á að hv. þm. hafi fært rök sem mæla gegn þessu og felst í eftirfarandi: Það er hætta á því að í okkar litla samfélagi kvisist út hver er gjafinn. En ég tek mál hæstv. dómsmrh. eins og það er sagt. Það er talað um að tryggja nafnleynd. Ég vænti þess a.m.k. að einhvers konar aðferðir séu til í fórum ráðuneytisins sem tryggja þetta. Miðað við það mætti segja að rök hv. þm. féllu.

Það sem hv. þm. minntist á úr greinargerðinni varðandi blöndun, og þá kynfrumur í framtíðinni, að allt þyrfti þetta að vera frá skyldri þjóð, eða a.m.k. ekki illa blandað af öðrum kynþáttum, þá gef ég lítið fyrir það. Ég á sjálfur dóttur sem er af sterku smábændakyni úr kólumbískum fjöllum og fjórðungi bregður til fósturs. Hún er farin að líta út eins og ég þótt mamman sé miklu greindari en ég.