Verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Miðvikudaginn 22. nóvember 1995, kl. 15:03:26 (1197)

1995-11-22 15:03:26# 120. lþ. 39.12 fundur 166. mál: #A verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar# þál., Flm. GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur


[15:03]

Flm. (Guðmundur Hallvarðsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það hefur áður komið fram í máli manna, og m.a. í ræðu síðasta ræðumanns, að það lægju fyrir miklar upplýsingar um flugstöðina. Stærsta vandamálið sem sneri að flugstöðvarbyggingunni væri há húsaleiga. Ég er sannfærður um að ef einkavæðing fengi að njóta sín í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þá kæmu miklu fleiri leigutakar inn. Af því mætti ætla að það væri hægt að lækka leiguna, þannig að enn sé ég ekki að menn séu langt frá hver öðrum í meginmáli þessarar þáltill.