Verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Miðvikudaginn 22. nóvember 1995, kl. 15:34:15 (1212)

1995-11-22 15:34:15# 120. lþ. 39.12 fundur 166. mál: #A verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar# þál., JBH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur


[15:34]

Jón Baldvin Hannibalsson (andsvar):

Herra forseti. Fimm sinnum voru lagðar fram tillögur við ríkisstjórnarborð í tíð fyrri ríkisstjórnar um lausn á fjárhagsvanda Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Þær tillögur voru um leiðir til aukinnar tekjuöflunar. Þær tillögur lutu að nýtingu á húsnæði, leigutöxtum, gjaldskrám o.s.frv. Í hvert einasta skipti sem tillögur voru lagðar fram beitti hæstv. samgrh. neitunarvaldi sínu. Í síðustu atrennu sem var gerð var málið sett til forsrh. til þess að reyna að setja það niður. Þar var það seinast.

Staðreyndin er sú að það hefur ekki skort tekjur af starfsemi í flugstöðinni til þess að standa undir vöxtum og afborgunum af lánunum. Vandinn er hins vegar sá að meiri hlutinn af þessum tekjum rennur alfarið til fjmrh., sem hefur mikinn hag af því, en hluti af þessum tekjum er síðan eyrnamarkaður til annarrar starfsemi og það tókst ekki allan þennan tíma, þrátt fyrir það að hin formlega ábyrgð er að sjálfsögðu utanrrh., að fá sanngjarna niðurstöðu sem byggði á því að menn tækju sameiginlega á þessum fjárhagsvanda sem til var stofnað af ráðherrum Sjálfstfl. á sinni tíð.