Verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Miðvikudaginn 22. nóvember 1995, kl. 15:37:35 (1215)

1995-11-22 15:37:35# 120. lþ. 39.12 fundur 166. mál: #A verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar# þál., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur


[15:37]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Í þeim tillögum sem hv. þm. Jón Baldvin Hannibalsson lagði fyrir ríkisstjórnina var gert ráð fyrir því að fé af flugmálaáætlun rynni til þess að greiða hallann af flugstjórnarbyggingunni á Keflavíkurflugvelli og það var um það sem við vorum að tala. En ég sé að hv. þm. Steingrímur Sigfússon sem var samgrh. í --- hvað á ég að segja, í tíð hinnar saklausu ríkisstjórnar sem enginn blettur hefur fallið á, ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar, er greinilega andsnúinn þeim hugmyndum sem fyrrv. utanrrh. Jón Baldvin Hannibalsson var með.