Viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík

Fimmtudaginn 23. nóvember 1995, kl. 18:50:11 (1273)

1995-11-23 18:50:11# 120. lþ. 40.7 fundur 171. mál: #A viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík# frv., HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur


[18:50]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Hæstv. ráðherra kemur með staðhæfingar, hann svarar útleggingum, sem hafa komið fram í umræðunni með staðhæfingum, sem þingheimur hefur enga möguleika til þess að leggja mat á. Það er auðvelt að hreykja sér með þeim hætti, það er býsna auðvelt. Það sem ég hef fram að færa í þessu er að það á að veita þinginu þann trúnað. Brýtur hæstv. ráðherra ekki leyndina að því er varðar þingnefndina með sama hætti? Hvers konar vinnubrögð eru þetta?

Hinu hefur ráðherrann látið ósvarað hvort hann ætli að taka upp smávirkjanaleiðina eða gæta þess að virkja aldrei umfram í framtíðinni þannig að eitthvað sé afgangs í kerfinu í sambandi við raforkumarkaðinn.