Verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Mánudaginn 27. nóvember 1995, kl. 15:34:42 (1291)

1995-11-27 15:34:42# 120. lþ. 41.5 fundur 166. mál: #A verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar# þál., DSigf (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur


[15:34]

Drífa Sigfúsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Enn aukast vandræði mín, það verð ég að segja. Það eru svo margar útgáfur af þessu máli sem ég hef heyrt 10. þm. Reykn. nefna. Í fyrsta lagi að ríkið dragi sig út úr þessum rekstri, að ríkið eigi þarna hlutafélag með starfsmönnum og ýmsar aðrar útgáfur. Ég held nú að þær tillögur sem hv. 10. þm. Reykn. orðaði og hafði innan þeirra marka þegar hann ræddi um mína tillögu séu ekki hér á blaði og ekki til umfjöllunar með þessari þáltill. Ég tel að þáltill. eins og og hún var lögð fram sé til umræðu en ekki það sem sett er fram löngu eftir á. Mér sýnist að sá málflutningur sé sprottinn úr einhverjum öðrum upplýsingum. Það er út af fyrir sig gott að menn leiti sér upplýsinga. En ég tel að það muni ekki leysa þennan vanda. Það fjölgar ekki farþegum og það lenda ekki fleiri vélar hér út af þessu máli. En hins vegar er auðvitað alltaf gott og rétt að taka og skoða þessi mál og því er ég fylgjandi. En ég ætla ekki að reyna að skilja frekar málflutning 10. þm. Reykn.