Verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Mánudaginn 27. nóvember 1995, kl. 15:36:15 (1292)

1995-11-27 15:36:15# 120. lþ. 41.5 fundur 166. mál: #A verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar# þál., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur


[15:36]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Drífa Sigfúsdóttir skilur ekki hvernig ríkisvaldið hefur dregið sig út úr rekstrinum með því að stofna hlutafélög um þau fyrirtæki. Ég ætla ekkert að fara að reyna að gera henni það skiljanlegt úr þessum ræðustóli en get í sjálfu sér gert það annars staðar. En ég held að öllum sé skiljanlegt sem standa í þessum rekstri og ég held ég geti fullyrt það að þeir sem starfa við slíkan rekstur hjá ríkinu hafa einnig þann skilning að breyta forminu í hlutafélagaform þar sem starfsmennirnir hafi sjálfir beina aðild að rekstrinum og ákvarðanatökunni. Það hefur alls staðar orðið til þess að lyfta upp rekstrinum, gera hann betri og í anda þess sem starfsmennirnir sjálfir vilja. Það er rekstur sem er í eigu ríkisins en er hlutafélag sem er rekið af fólkinu sem starfar í umboði ríkisins að sjálfsögðu. Það er það form sem ég hef séð fyrir mér að geti þrifist með mjög jákvæðum hætti á þessum stað.