Jöfnun atkvæðisréttar

Mánudaginn 27. nóvember 1995, kl. 17:49:47 (1313)

1995-11-27 17:49:47# 120. lþ. 41.9 fundur 188. mál: #A jöfnun atkvæðisréttar# þál., JBH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur


[17:49]

Jón Baldvin Hannibalsson (andsvar):

Herra forseti. Það er laukrétt sem hv. þm. sagði. Þetta er afar flókin aðferð og kallar á margar kosningar. Það er oft flókið að þurfa að vísa málum til umfjöllunar þjóðarinnar sjálfrar en það er að fenginni langri reynslu því miður eina leiðin þegar við höfum áratuga reynslu fyrir því að þingið getur ekki að því er virðist unnið þetta verk. Lengi má manninn reyna og ekki skal standa á mér eða okkur alþýðuflokksmönnum að freista þess einu sinni enn hvort hægt er að ná samstöðu milli stjórnmálaflokka eða meiri hluta á Alþingi um það að Íslendingar nái grundvallarmannréttindum. Ég verð bara að viðurkenna að auðmýkt mín gagnvart sögunni og forverum okkar er að minnsta kosti nóg til þess að ég hef ekki mikla trú á því að okkur takist það miklu betur en þeim því lengi hafa þeir þann steininn klappað.