Jöfnun atkvæðisréttar

Mánudaginn 27. nóvember 1995, kl. 19:03:01 (1335)

1995-11-27 19:03:01# 120. lþ. 41.9 fundur 188. mál: #A jöfnun atkvæðisréttar# þál., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur


[19:03]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þm. hefur viðurkennt að hafa áðan farið með rangt mál þegar hann hélt því fram að það væri ekki að einn maður hefði eitt atkvæði. Það er þannig og hann hefur viðurkennt það með andsvari sínu. Ég bað hann og aðra sem hafa haldið þessu fram að gefa mér rök fyrir máli sínu hvar þetta væri. Hvar er það í Evrópu sem menn kjósa til þings og einn maður hefur eitt atkvæði í þeim skilningi sem þeir setja þetta fram að vægi sé alls staðar hnífjafnt hvar sem menn búa í þeim löndum? Nefnið mér dæmi, eitt land þar sem svo er háttað. Ég spurði líka hv. þm. Pétur H. Blöndal og aðra sem hafa haldið þessu fram hvort þeir telji þá að Bretland sé ekki lýðræðisríki. Er Ítalía ekki lýðræðisríki? Er Þýskaland ekki lýðræðisríki?