Úttekt á hávaða- og hljóðmengun

Þriðjudaginn 28. nóvember 1995, kl. 17:04:37 (1379)

1995-11-28 17:04:37# 120. lþ. 42.10 fundur 133. mál: #A úttekt á hávaða- og hljóðmengun# þál., KF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur


[17:04]

Katrín Fjeldsted (andsvar):

Ágæti forseti. Það er ekkert á móti því í sjálfu sér að gera þetta á annan hátt og fela Hollustuvernd ríkisins að leita eftir upplýsingum frá heilbrigðisnefndum sveitarfélaganna um það hvort slíkar upplýsingar liggja fyrir. Ég þori náttúrlega ekki að svara því. En það má vera að talsvert mikið af þessum upplýsingum séu þegar fyrir hendi.

Þingmaðurinn minntist á endurvinnslu þessara mála og að ná þeim úr lögum og reglugerðum hér og þar. Ég hef hingað til verið mjög hlynnt endurvinnslu og hlýt auðvitað að líta á það jákvæðum augum. En heildarúttekt á málinu ætti að vera hægt að gera. Ef við lítum á mengunarvarnareglugerð sem nú er í gildi um hávaðamælingar, þá segir þar í 54,1 gr., með leyfi forseta:

,,Hollustuvernd ríkisins annast, skipuleggur og hefur umsjón með úttekt og rannsókn á hávaða.``

Og í gr. 54,2 segir: ,,Heilbrigðisnefnd framkvæmir eða lætur framkvæma reglubundnar eftirlitsmælingar á hávaða, Hollustuvernd ríkisins gefur út reglur um mælingar.``