Afnám mismununar gagnvart konum

Miðvikudaginn 29. nóvember 1995, kl. 13:44:49 (1413)

1995-11-29 13:44:49# 120. lþ. 43.2 fundur 55. mál: #A afnám mismununar gagnvart konum# fsp. (til munnl.) frá utanrrh., GGuðbj
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur


[13:44]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Herra forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda fyrir þessa fyrirspurn. Ég held að þessi mál séu aldrei tekin of oft á dagskrá á Alþingi. Mig langar í tilefni þessarar umræðu að spyrja hæstv. utanrrh., fyrst honum finnst samningurinn um afnám mismununar ekki koma að miklum notum við að jafna launamun kynjanna, hvort hann hyggst beita sér fyrir því að þessum samningi verði markvisst komið í framkvæmd með því að fara í gegnum hann lið fyrir lið og gera framkvæmdaáætlun í framhaldi af honum. Þessi samningur var samþykktur 1985 og því er mjög tímabært að eitthvað verði unnið markvisst í framhaldi af samþykkt hans.