Stuðningur við nemendur sem eiga í lestrarörðugleikum

Miðvikudaginn 29. nóvember 1995, kl. 14:43:15 (1434)

1995-11-29 14:43:15# 120. lþ. 43.6 fundur 181. mál: #A stuðningur við nemendur sem eiga í lestrarörðugleikum# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., Fyrirspyrjandi SF
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur


[14:43]

Fyrirspyrjandi (Siv Friðleifsdóttir):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir svörin. Mér heyrðist hæstv. ráðherra vera frekar jákvæður með úrbætur fyrir nemendur með lestrarörðugleika eða dyslexíu en það er alveg ljóst að Blindrabókasafnið er í afar erfiðri aðstöðu. Sú fjárþörf sem það þarf til þess að geta sinnt hlutverki sínu er upp á 2,3 millj. og mér skilst að annaðhvort verði að draga úr þjónustu við blinda og sjónskerta eða við lestrarblinda, það sé ekkert annað val.

Ráðherrann kom inn á það áðan að málið væri í sérstakri skoðun. Því vil ég spyrja hæstv. menntmrh. hvort það megi túlka orð hans sem svo að þessi fjárþörf Blindrabókasafnsins verði leyst. Ef svo er ekki og þessi túlkun mín er röng vil ég biðja hæstv. menntmrh. að leiðrétta hana.