Stuðningur við nemendur sem eiga í lestrarörðugleikum

Miðvikudaginn 29. nóvember 1995, kl. 14:44:19 (1435)

1995-11-29 14:44:19# 120. lþ. 43.6 fundur 181. mál: #A stuðningur við nemendur sem eiga í lestrarörðugleikum# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., menntmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur


[14:44]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Kannanir hafa farið fram á læsi Íslendinga. Ég hef ekki niðurstöður varðandi það við höndina en sjálfsagt er að veita upplýsingar um það ef spurt er sérstaklega um það og hefur hv. þm. að sjálfsögðu tækifæri til þess að ræða það mál sérstaklega.

Varðandi Blindrabókasafnið vil ég endurtaka það sem ég sagði að ég hef rætt við forstöðumann þess og ég geri mér grein fyrir því að þjónusta Blindrabókasafnsins hefur aukist. Það hefur skapað þann vanda sem hv. þm. lýsti en meðan málið er enn á því stigi sem það er get ég ekki svarað frekar um hverjar niðurstöður verða á málinu. Athuguninni er ekki lokið sem ég minntist á í svari mínu.