Lagning ljósleiðara um Snæfellsnes

Miðvikudaginn 29. nóvember 1995, kl. 15:34:35 (1456)

1995-11-29 15:34:35# 120. lþ. 43.10 fundur 178. mál: #A lagning ljósleiðara um Snæfellsnes# fsp. (til munnl.) frá samgrh., Fyrirspyrjandi GE
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur


[15:34]

Fyrirspyrjandi (Gísli S. Einarsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. samgrh. fyrir svarið. Það sem eftir stendur er að íbúar á Snæfellsnesi, sem sinna fjarþjónustu og reka fyrirtæki á þeim grunni, telja sig búa við miklu dýrari kost en þeir sem eiga aðgang að ljósleiðurunum. Þeir hafa ekki fengið hrein svör um það hvenær af þessu yrði og eins og kom fram hjá hæstv. ráðherra er það ekki ljóst en menn hafa verið að velta þessu fyrir sér í sambandi við Vatnaleiðina. Það liggur þá fyrir þessa aðila að þeir muni þurfa að leigja sér dýrar símalínur á meðan að ekki verður út bætt til þess að sinna fjarskiptum.