Greiðslur úr ríkissjóði samkvæmt búvörusamningi

Miðvikudaginn 29. nóvember 1995, kl. 18:31:52 (1482)

1995-11-29 18:31:52# 120. lþ. 45.92 fundur 106#B greiðslur úr ríkissjóði samkvæmt búvörusamningi# (aths. um störf þingsins), JónK (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur


[18:31]

Jón Kristjánsson:

Herra forseti. Ég vil taka það fram varðandi heimild til þess að greiða út 30 millj. vegna markaðsátaksins að fjárlagabeiðnin, eða beiðnin inn á fjáraukalög, hefur verið kynnt og rædd í fjárln. þótt hún hafi ekki verið afgreidd þaðan og var síðast í morgun rædd í fjárln. Það er vissulega slæmt að fjárln. standi fyrir gerðum hlutum varðandi útgjöld ríkisins og það þarf vissulega að bæta. Hins vegar finnst mér upphlaup hv. 4. þm. Vestf. út af þessum 30 millj. dálítið skondið í ljósi þeirrar vinnu sem við höfum verið að framkvæma undanfarið. Hér er t.d. heilbr.- og trn. með fjárbeiðni í fjáraukalögum upp á 2,3 milljarða kr. Lagt er til að fjárheimildir heilbr.- og trmrn. verði auknar um þessa upphæð. Ætli það hafi ekki eitthvað af þessu fé verið greitt út, jafnvel meðan hv. 4. þm. Vestf. var heilbr.- og trmrh. (Gripið fram í.) Ja, er það mögulegt? Er það mögulegt að það hafi eitthvað af þessu fé verið greitt út? Ég er ekki að mæla með því. En auðvitað er þetta bara blástur, en þetta þarf að bæta. Ég er ekki að mæla með því að að fé sé greitt úr ríkissjóði án heimilda, en mér finnst upphlaup af þessu tilefni dálítið sérstakt, svo ekki sé meira sagt.