Framleiðsla og sala á búvörum

Miðvikudaginn 29. nóvember 1995, kl. 18:40:16 (1485)

1995-11-29 18:40:16# 120. lþ. 45.1 fundur 96. mál: #A framleiðsla og sala á búvörum# (sauðfjárframleiðsla) frv., Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur


[18:40]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti vill geta þess í upphafi umræðunnar að gert er ráð fyrir að fundur standi til miðnættis ef þörf er á. Forseti hefur rætt við formenn þingflokka og um það er samkomulag. Markmiðið er að ljúka umfjöllun og afgreiðslu þessa máls á morgun og forseti minnir á að fundur getur helst ekki staðið mjög lengi dags á morgun og biður hv. þm. að taka tillit til þessa.

Umræðutími er vissulega ekki takmarkaður í 2. umr. en forseti bendir á að fyrir góða ræðumenn sem allir þingmenn eru náttúrlega, er hægt að koma sínum skoðunum á framfæri í meitluðu máli á svo sem 15--20 mínútum. Það er mat forseta.