Framleiðsla og sala á búvörum

Miðvikudaginn 29. nóvember 1995, kl. 20:51:02 (1491)

1995-11-29 20:51:02# 120. lþ. 45.1 fundur 96. mál: #A framleiðsla og sala á búvörum# (sauðfjárframleiðsla) frv., Frsm. meiri hluta GÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur


[20:51]

Frsm. meiri hluta landbn. (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. sagði í ræðu sinni að það bæri að taka mark á neytendum. Ég tek undir það. Þessi samningur mun gera það að verkum að sauðfjárframleiðslan verður meira í takt við það sem neytendur vilja. Hann losar um hömlur og skapar frelsi í greininni með tímanum. Hv. þm. hefur efast um að verð muni lækka. Ég er sannfærður um að með búvörusamningnum muni verð til neytenda lækka. Milliliðirnir verða að hagræða og vinna með öðrum hætti en þeir hafa gert og lambakjötið verður samkeppnisfært á markaðnum. Það verður ekki eins fast í lögum og reglugerðum þannig að það mun keppa við aðrar kjötgreinar. Það þýðir í reynd og það mun koma í ljós að hér verður um lækkað verð til neytenda að ræða sem aðallega kemur fram af því sem ég sagði. Það verður hagræðing í milliliðum landbúnaðarins sem svo margir hafa talað um.