Framleiðsla og sala á búvörum

Miðvikudaginn 29. nóvember 1995, kl. 22:02:48 (1498)

1995-11-29 22:02:48# 120. lþ. 45.1 fundur 96. mál: #A framleiðsla og sala á búvörum# (sauðfjárframleiðsla) frv., EgJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur


[22:02]

Egill Jónsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Lýsing mín á búvörusamningi og samlíking við Gamla sáttmála á við búvörusamninginn sem hv. ræðumaður gerði árið 1991 og varð þess valdandi að sauðfjárræktin fór á höfuðið á tveimur fyrstu árum samningsins. Þannig að eitthvað hefur skolast til í þessum efnum. Í þessum samningi hefur hins vegar verið breytt til að því leyti að það er ekki lengur bannað að flytja út kindakjöt, eins og var í samningi fyrirspyrjanda hér áðan. Auk þess, eins og ég gat sérstaklega um, hafa verið gerðar breytingar á búvörulögunum sem eiga að geta skilað mikilvægum árangri í þróunarferli þessara verkefna. Og það er ástæðan fyrir því að ég styð þetta nefndarálit. Ég vek hins vegar athygli á því að hér er búvörusamningurinn með öllum sínum göllum og kannski einhverjum kostum, ekki til atkvæðagreiðslu og þar með er ég ekki að taka afstöðu til hans sem slíks.