Framleiðsla og sala á búvörum

Fimmtudaginn 30. nóvember 1995, kl. 12:12:06 (1534)

1995-11-30 12:12:06# 120. lþ. 46.5 fundur 96. mál: #A framleiðsla og sala á búvörum# (sauðfjárframleiðsla) frv., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur


[12:12]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Já. Þingið getur breytt þessu ef það kærir sig um. Þetta er rétt. (Gripið fram í: Rangt, segir hv. formaður landbn.)

(Forseti (GÁS): Hljóð í salinn.)

Við heyrum í hæstv. landbrh. á eftir en ég segi já. Löggjafarvaldið hefur ekki samþykkt þetta vísitöluákvæði og fjárveitingavaldið er í höndum löggjafarvaldsins. Framkvæmdarvaldið hefur annars vegar gert samning og löggjafarvaldið (GÁ: Því ber að standa við samninginn.) hefur tekið þetta ákvæði út. Það verður að samþykkja fjárlögin á Alþingi við umræður um fjárlög hverju sinni og þar verður að taka þetta sérstaka ákvæði með. Öðruvísi verður þetta ekki samþykkt.