Ástand Reykjavíkurflugvallar

Mánudaginn 04. desember 1995, kl. 15:28:36 (1561)

1995-12-04 15:28:36# 120. lþ. 50.1 fundur 117#B ástand Reykjavíkurflugvallar# (óundirbúin fsp.), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur


[15:28]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Mér finnst ástæðulaust af hæstv. ráðherra að víkja sér undan þeirri ábyrgð sem hann ber varðandi ástand Reykjavíkurflugvallar með því að vera að vísa í vangaveltur borgarfulltrúa. Ég tel að þetta sé mjög alvarlegt ástand, og það gera fleiri, hvernig málum Reykjavíkurflugvallar er komið og tel mjög mikilvægt að gripið verði til aðgerða fljótt, enda var talið 1986 að það væri mjög brýnt. Þannig að ég tek undir að það þarf að taka á þessum málum. Ég tel að ástandið sé þannig á vellinum að það sé á hættumörkum og full ástæða til fyrir hæstv. samgrh. að taka fljótt á málum.