Framleiðsla og sala á búvörum

Mánudaginn 04. desember 1995, kl. 16:43:25 (1579)

1995-12-04 16:43:25# 120. lþ. 51.5 fundur 96. mál: #A framleiðsla og sala á búvörum# (sauðfjárframleiðsla) frv., HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur


[16:43]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Ég endurtek það sem áður var sagt að ég vona sannarlega að kvótakerfið sé á útleið. Það er það vissulega. Ég vona líka að framleiðslustýringin sé það á örfáum næstu árum. Við verðum að gefa þessu þann tíma sem nauðsynlegur er.

En þá vil ég spyrja hv. þm. sem hér talaði: Samdi ekki hv. þm. um stjórnarstefnuna þegar hann tók þátt í stjórnarmyndunarviðræðum við aðra flokka? Og hvað segir það um hv. þm. að verða þrátt fyrir yfirburðaatkvæðavægi við stjórn landsins á undanförnum árum að þurfa alltaf að láta í minni pokann og geta leyft sér að tala um ábyrgaðarleysi annarra í landbúnaðarmálum.?