Afgreiðsla mála

Þriðjudaginn 05. desember 1995, kl. 14:42:12 (1599)

1995-12-05 14:42:12# 120. lþ. 53.92 fundur 126#B afgreiðsla mála# (aths. um störf þingsins), VS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur


[14:42]

Valgerður Sverrisdóttir:

Hæstv. forseti. Ég undrast mjög þessa túlkun hv. þm. Ragnars Arnalds, þess þingmanns sem hefur mesta reynslu af okkur öllum sem sitjum á hv. Alþingi því að þetta er alveg nýtt fyrir mér að menn taki efnislega afstöðu til mála þegar greidd eru atkvæði um að vísa máli milli umræðna. Ég tek undir það að ég held að við verðum að ræða þetta mál á fundi með forseta, formenn þingflokka, vegna þess að það skiptir máli um framgang mála á hv. Alþingi ef þessi túlkun er höfð uppi og verður hér ráðandi framvegis.