Félagsþjónusta sveitarfélaga

Þriðjudaginn 05. desember 1995, kl. 15:09:39 (1604)

1995-12-05 15:09:39# 120. lþ. 53.2 fundur 75. mál: #A félagsþjónusta sveitarfélaga# (fjárhagsaðstoð til sambúðarfólks) frv., Frsm. KÁ
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur


[15:09]

Frsm. félmn. (Kristín Ástgeirsdóttir):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. dómsmrh. fyrir þessi svör og vona að þetta litla frv. sem hér er til meðferðar verði til þess að ýta á eftir því. Mig langar til að vitna í það sem segir í greinargerð með frv., með leyfi forseta:

,,Spurningin er sú hvort um sambúð eigi að fara að öllu leyti að fara sem hjónaband eða hvort sambúð eigi að vera valkostur fólks, annars konar sambúðarform en hjónaband. Æskilegt hefði verið að í lögum væri að finna afstöðu löggjafans í þessu efni og fyrst væru sett heildarlög um óvígða sambúð í stað þess að byrja á því að setja ákvæði um sambúð á víð og dreif í lög sem geta bundið hendur löggjafans komi til þess síðar að setja eigi heildstæð lög um sambúð.``

Ég held að þessi ábending sé mjög réttmæt og vonast til þess að sjá fljótlega úrbætur í þessu efni.