Fjáraukalög 1994

Þriðjudaginn 05. desember 1995, kl. 15:11:19 (1605)

1995-12-05 15:11:19# 120. lþ. 53.4 fundur 45. mál: #A fjáraukalög 1994# (niðurstöðutölur ársins) frv., Frsm. meiri hluta JónK
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur


[15:11]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti meiri hluta fjárln. um frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1994. Eins og fram kemur í nefndaráliti hefur nefndin haft frv. til meðferðar og leitað skýringa um einstök atriði þess frá fjmrn. Auk þess skal þess getið að Ríkisendurskoðun sendi álit að beiðni fjárln. um frv.

Þetta frv. er nokkurs konar uppgjörsfrv., ef svo má segja, fyrir árið 1994 og á fskj. 1, sem fylgir frv., er skrá um óhafnar fjárveitingar og færslur milli ára. Nefndin átti viðræður við fjmrn. og gekk úr skugga um það að ráðuneytið hefði lagt sitt mat á hvaða fjárveitingar skyldu færast á milli ára og hverjar ekki.

Meiri hluti nefndarinnar mælir með því að frv. verði samþykkt. Undir álit meiri hlutans skrifa Jón Kristjánsson, Sturla Böðvarsson, Árni Johnsen, Árni M. Mathiesen, Ísólfur Gylfi Pálmason, Hjálmar Jónsson, Arnbjörg Sveinsdóttir og Gísli S. Einarsson.