Framleiðsla og sala á búvörum

Þriðjudaginn 05. desember 1995, kl. 15:41:35 (1609)

1995-12-05 15:41:35# 120. lþ. 53.3 fundur 96. mál: #A framleiðsla og sala á búvörum# (sauðfjárframleiðsla) frv., JBH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur


[15:41]

Jón Baldvin Hannibalsson:

Herra forseti. Þrátt fyrir yfirlýst markmið um afnám framleiðslu- og verðstýringar í orði kveðnu, þá er þessi samningur framlenging á tjóðurhafti ríkisforsjár á bændur í verki. Bændur verða eftir sem áður ófrjálsir menn að öllum ákvörðunum í sínum rekstri um magn, viðskipti, verð og gæði sinna afurða með meðfylgjandi óhagkvæmni. Vegna ósæmilegra lögþvingana á stéttina í heild um sameiginlega kvöð til sölu hluta framleiðslunnar á undirverði til útflutnings munu bændur vart eiga annarra kosta völ en að fjölga fé til heimaslátrunar á svörtum markaði á hagstæðari kjörum. Þar með fara 12 milljarðar kr. frá skattgreiðendum fyrir lítið því að birgðavandinn verður viðvarandi. Þetta er, virðulegi forseti, vondur samningur fyrir bændur. Þetta er vondur kostur fyrir neytendur. Þetta er rándýr neyðarkostur fyrir skattgreiðendur. Hafi einhver velkst í vafa um það að ég væri á móti þessum samningi með vísan til umræðna um túlkun þingskapa áðan, þá eru hér með tekin af tvímæli um það. Ég segi nei.