Framleiðsla og sala á búvörum

Þriðjudaginn 05. desember 1995, kl. 15:43:01 (1610)

1995-12-05 15:43:01# 120. lþ. 53.3 fundur 96. mál: #A framleiðsla og sala á búvörum# (sauðfjárframleiðsla) frv., KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur


[15:43]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Eftir nokkra skoðun á þessu máli sem hér er til endanlegrar afgreiðslu hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það sé afar ólíklegt að markmið þessa samnings nái fram að ganga. Það er verið að festa í sessi ofstjórnarkerfi sem byggist á miðstýringu og ófrelsi bænda og hér er um mjög óeðlilega viðskiptahætti að ræða sem engri annarri atvinnugrein er gert að lifa við. Það er verið að bæta við fjármagni sem mjög óljóst er að nýtist til þess sem það er ætlað. Þessi samningur byggir á óljósum vonum um útflutning og því miður er ekki að finna í honum neina framtíðarsýn sem mun verða landbúnaðinum til góða. Því segi ég nei.