Framleiðsla og sala á búvörum

Þriðjudaginn 05. desember 1995, kl. 15:46:16 (1613)

1995-12-05 15:46:16# 120. lþ. 53.3 fundur 96. mál: #A framleiðsla og sala á búvörum# (sauðfjárframleiðsla) frv., PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur


[15:46]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Þessi samningur sem við erum að ræða um er að nokkru leyti betri en sá samningur sem við höfum í dag og betri heldur en staðan sem við göngum út frá. Hann hefur batnað nokkuð í meðförum landbn. en engu að síður er hann slæmur, hann er slæmur fyrir skattgreiðendur, hann er slæmur fyrir neytendur og hann er sérstaklega slæmur fyrir bændur sem eru þvingaðir til að búa áfram við sauðfé, og hafa orðið að sæta mikilli skerðingu undanfarin ár, við síminnkandi framleiðslu og felur þannig í sér fátækragildru fyrir bændur. Auk þess er í samningnum engin framtíðarsýn. Það veit enginn hvað tekur við eftir árið 2000. Ég segi nei.