Stjórnarskipunarlög

Miðvikudaginn 06. desember 1995, kl. 15:01:43 (1647)

1995-12-06 15:01:43# 120. lþ. 55.4 fundur 163. mál: #A stjórnarskipunarlög# (kosning forseta) frv., Flm. ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur


[15:01]

Flm. (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Herra forseti. Ég þakka fyrir þá ágætu umræðu sem hefur orðið í þingsalnum um þetta mál og ég held að hv. þm. Tómas Ingi Olrich hafi tekið af mér ómakið hvað varðar svör til hv. þm. Kristins H. Gunnarssonar. En ég legg áherslu á að hér er ekki verið að fjalla um eðli embættis forsetans heldur um hvernig hann skuli kosinn. Það er auðvitað mjög eðlilegt að umræða um forsetaembættið og umgjörð þess verði nokkur þar sem forsetakosningar eru fram undan hjá okkur. Ég held að ég lengi þessa umræðu ekki frekar og vísa hv. þm. Kristni H. Gunnarssyni á greinargerð með frumvarpinu til frekari skýringar.